Tígull heyrði frá Guðna hópstjóra Björgunarfélagsins í nótt og hafði hann þetta að segja:
„Erum komnir aftur heim, ekki var þörf á meiri mannskap á svæðið. Aðstæður voru orðnar lífshættulegar fyrir björgunarfólk í og við ána vegna krapastíflna sem skyndilega brustu. Leitinni verður haldið áfram úr lofti með þyrlum og drónum í dag.“
Grein er frá á mbl.is : Leit er að hefjast að nýju nú á tíunda tímanum að unglingspilti sem lenti í Núpá í fyrrakvöld en leit lá niðri í nótt. Leitarfólk er komið að ánni og er að leggja lokahönd á undirbúninginn. Aðgerðastjórn situr nú á fundi þar sem rætt er um framhaldið.
Forsíðumynd er frá vettvangi leitar við Núpá í gær. Ljósm. Björgunarfélag Akraness.