Leita að Framúrskarandi ungum Íslendingum  | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
JCI

Leita að Framúrskarandi ungum Íslendingum 

28.08.2020

Þú veist eflaust um ungan Íslending sem á skilið viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Vilt þú tilnefna þennan einstakling til verðlauna?

JCI Ísland leitar nú að Framúrskarandi ungum Íslending árið 2020 á aldrinum 18-40 ára. Verðlaunin eru veitt einstaklingum sem eru að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni og ná góðum árangri. Markmið verðlaunanna eru að verðlaunahafar hljóti hvatningu til frekari dáða og vekja athygli á verkum þeirra.

 

Tilnefnt er í tíu mismunandi flokkum sem eru eftirfarandi:

·      Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði.

·      Störf á sviði stjórnmála, ríkismála og/eða lögfræði.

·      Leiðtogar/afrek á sviði menntamála.

·      Störf /afrek á sviði menningar.

·      Störf á sviði siðferðis og/eða umhverfismála.

·      Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda.

·      Störf á sviði mannúðar og/eða sjálfboðaliðamála.

·      Störf á sviði tækni og/eða vísinda.

·      Einstaklingssigrar og/eða afrek.

·      Störf /uppgötvanir á sviði læknisfræði.

 

Þú getur tilnefnt á heimasíðu verkefnisins, www.framurskarandi.is.

Verðlaunin eru hluti af alþjóðlegu verðlaununum „Ten Outstanding Young Persons awards“ og eru veitt árlega af Junior Chamber International. Verðlaunin hafa verið veitt hérlendis óslitið frá árinu 2002 en á heimsvísu eiga þau sér sögu aftur til miðbiks síðustu aldar. Tveir íslendingar hafa fengið verðlaunin á heimsvísu, þau Kristín Rós Hákonardóttir íþróttakona og frumkvöðullinn Guðjón í Oz og þar bætast þau í hóp einstaklinga eins og John F. Kennedy, Elvis Presley og Jackie Chan.

Auk þeirra Kristínar og Guðjóns hafa fjölmargir framúrskarandi einstaklingar fengið verðlaunin hér heima, t.d. Ingileif Friðriksdóttir, Ævar Þór Benediktsson, Sævar Helgi Bragason, Vilborg Arna Gissurardóttir, Emilíana Torrini svo einhver séu nefnd, og nú síðast Pétur Halldórsson formaður Ungra Umhverfissinna.

Skilyrði fyrir tilnefningu er að viðkomandi einstaklingar hafi með sýnilegum hætti skarað fram úr, verið góðar fyrirmyndir og gefið af sér til samfélagsins. Séu þessi skilyrði uppfyllt komast þau í lokaúrtak sem dómnefnd sker svo úr um.

Úr tilnefningum er valinn topp 10 hópur af einstaklingum sem fær viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf á sínu sviði og úr þessum hóp fær einn einstaklingur verðlaun sem afhent eru af forseta Íslands, verndara verkefnisins. Verðlaunin verða veitt í október nk. en opið er fyrir innsendingar á tilnefningum til 13. september

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu og facebook síðu verðlaunanna:

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Ör- hugvekja Landakirkju
Hvað þýðir ást? Svör 4 – 8 ára barna við því
Endurnýjun umferðarljósa Heiðarvegi/Strandvegi
Rafræn foreldraviðtöl gengu vel – 95% foreldra ánægð með fyrirkomulagið
Örhelgistund frá Landakirkju – myndband
Markmiðið að þétta miðbæinn og eldri hverfi með því að byggja á lausum lóðum

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X