Sunnudagur 25. september 2022

Leikskóli eða ekki leikskóli í Löngulág?

Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku tók bæjarstjórn afstöðu til þess hvort hvort ástæða sé til endurskoðunar aðalskipulags. En þetta er gert Samkvæmt 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hefur bæjarstjórn til þess 12 mánuði frá sveitarstjórnarkosningum.

Lögð var fröm tillaga þess efnis að fela umhverfis- og skipulagsráði ásamt starfsfólki umhverfis- og framkvæmdasviðs er  að endurskoða aðalskipulagiðog leggja fyrir bæjarstjórn. „Í þeirri endurskoðun leggur meirihluti E- og H-lista til að sérstaklega skuli horft til svæðis ÍB-5 við malarvöll og Löngulág, skipulagsmörkum verði breytt til að fá betri nýtingu á svæðinu, að byggingarmagn verði aukið og að koma skuli fyrir 8-10 deilda leikskóla. Jafnframt leggur meirihlutinn til að við vinnuna verði græn svæði látin halda sér.“

Fór svo að tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa E og H lista gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D lista.

Í bókun frá minnihlutanum segir að ekki liggi fyrir þörfin á nýjum leikskóla en í dag eru aðeins fjögur börn á biðlista eftir leikskólaplássi. „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa sig mótfallna því að stór hluti væntanlegs skipulagssvæðis verði nýttur undir leikskóla, útisvæði honum tengdum og bílastæðum. Ekki liggur fyrir þarfagreining í málinu, en skv.nýlegum upplýsingum eru 4 börn á biðlista og þörf á 8-10 deilda leikskóla því óljós að okkar mati. Formlega hafa ekki verið skoðaðir möguleikar á stækkun núverandi leikskóla sem hefði minni rekstraraukningu í för með sér, né liggur fyrir hvert hlutverk eldri leikskóla yrði til framtíðar með tilkomu nýs leikskóla, töluvert stærri en þeir sem fyrir eru.
Einnig er slíkur fyrirvari um leikskóla hamlandi fyrir hönnuði sem munu koma með tillögur hvernig hverfið gæti litið út,“ segir í bókuninni.

Meirihlutinn lagði þá fram sína eigin bókun og benti á að þegar ákvörðun er tekin um að gera ráð fyrir leikskóla í aðalskipulagi er það ekki ákvörðun um að byggja. „Í tillögu meirihluta E- og H-lista er gert ráð fyrir að umrætt svæði, ÍB-5 við malarvöll og Löngulág, verði stækkað í aðalskipulagi. Skipulagsmörkum verði breytt til að fá betri nýtingu á svæðinu til að auka byggingarmagn. Gert verður áfram ráð fyrir blandaðri íbúðabyggð eins og í núgildandi aðalskipulagi. Þannig aukast möguleikar fyrir ungt fólk sem eru að eignast sína fyrstu íbúð ef gert er ráð fyrir minni íbúðum. Með því að gera ráð fyrir nýjum leikskóla á svæðinu er verið að huga að barnvænu svæði, enda yrði leikskólinn þá miðsvæðis eins og leikskólinn Rauðagerði var áður. Leikskóli mun ekki hamla góðum hugmyndum á deiliskipulagningu á svæðinu enda ekki gert ráð fyrir að fækka íbúðum á kostnað leikskóla enda snýr tillagan að því að stækka svæðið og auka byggingarmagn án þess þó að það hafi truflandi áhrif á umhverfið í kring. Þegar ákvörðun er tekin um að gera ráð fyrir leikskóla í aðalskipulagi er það ekki ákvörðun um að byggja,“ segir í bókun meirihlutans

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is