Tígull fór að sjálfsögðu á Línu Langsokk og ekki vorum við sviknar af því, við erum eiginlega nánast orðlausar yfir því hve flotta leikara við eigum, þrátt fyrir ungan aldur. Flottur hópur. Ísey fer á kostum, þvílíkur leikur hjá henni en hún er inná sviðinu allt leikritið, talandi og syngjandi nánast allan tímann. Leikhópurinn og allir sem að þessu standa eiga hrós skilið. Til hamingju með þetta Leikfélag Vestmannaeyja. Enn eitt verkið sem þið takið að ykkur og skilið því til okkar á frábæran hátt. Við mælum með að næla sér í miða sem fyrst og skella sér í leikhús. Fyrstu þrjár sýningarnar seldust upp fljótlega eftir að sala hófst. En 4. og 5. sýning verða um næstu helgi eða 26. og 27. október kl. 15:00. Miðasala er í síma: 852-1940! Miðaverð 3.500 kr. Ósóttar pantanir eru seldar klukkustund fyrir sýningu!
Fimmtudagur 21. september 2023