Leikritið um hana Línu Langsokk verður frumsýnt föstudaginn 18.október

Ísey Heiðarsdóttur fer með aðalhlutverkið og leikur Línu Langsokk, Gabríel Ari Davíðsson leikur Tomma og Sara Sindradóttir leikur Önnu.

Frumsýning 18.október kl. 20:00 – UPPSELT
2.sýning 19.október kl. 15:00
3.sýning 20.október kl. 15:00

MIÐASALA hafin í síma 852-1940!

Miðaverð 3.500 kr.
Ósóttar pantanir eru seldar klukkustund fyrir sýningu!

Við tókum létt spjall við þau Gabríel, Söru og Ísey sem birtist í síðasta Tígli. Leyfum því að fylgja hér með:

Ísey Heiðarsdóttir leikur óþekktar- orminn hana Línu Langsokk. Ísey er vel þekkt á eyjunni vegna leik síns í Víti í Vestmannaeyjum sem hún fór á kostum í. Af því að dæma sem við sáum af æfingunni þá er henni jafnvel að takast að gera enn betur í þessu hlutverki sem er ótrúlegt því hún var frábær í Víti í Vestmannaeyjum.  

Ísey sagði okkur að Lína sé draumahlutverkið hennar enda nokkuð lík Línu með rautt hár og stríðnispúkaglott. Ísey er með góðan fimleikagrunn sem kemur sér vel í þessu hlutverki þar sem hún skoppar og hoppar um sviðið í heljarstökkum og handahlaupum. Svo eru það þau Sara Sindradóttir sem leikur hana Önnu og Gabríel Ari Davísson sem leikur Tomma en þau eru sætu prúðu systkinin sem Lína er að skottast með.

Bæði Sara og Gabríel eru að leika í sínu þriðja verki en þau voru í Klaufunum og Latabæ. Öll eru þau sammála því hve gaman það sé að taka þátt í að setja upp svona leikrit. Þau fara langt út fyrir þægindarrammann á mörgum sviðum, meðal annars með því að syngja fyrir framan fullan sal af fólki, virkilega vel gert.

Nánar um þau:

Ísey Heiðarsdóttir

Aldur: 13 ára (8.bekk)

Fjölskylda: Lísa Nálsdóttir, Heiðar Þór Pálsson, Ernir og Embla

Fyrirmynd í leiklistinni: Ágústa Eva  (enda er hún frænka mín). 

Sara Sindradóttir

Aldur: 13 ára (8.bekk)

Fjölskylda: Sæfinna Ásbjörnsdóttir, Sindri Þór Grétarsson, Grétar og Aron

Fyrirmynd í leiklistinni: Cole Sprouse og Ágústa Eva.

Gabríel Ari Davíðsson

Aldur: 13 ára (8.bekk)

Fjölskylda: Anna Hulda Ingadóttir, Davíð Þór Hallgrímsson, Daníel Frans og Rafael Bóas

Fyrirmynd í leiklistinni: Tom Cruise

Að lokum tókum við smá spjall við leikstjórann:

Ólafur Jens Sigurðsson, 46 ára þriggja barna faðir úr Reykjavík, leikstjóri og leiklistarkennari að mennt. Ólafur leikstýrði einnig Latabæ í fyrra og líkaði það svo vel að hann ákvað að koma aftur og leikstýra aftur þessum frábæra hóp. Til gamans má geta þess að þessi hópur er nánast sá sami og var í Latarbæjarsýningunni. Ólafur hefur farið víða um landið og leikstýrt ýmsum leikhópum. 

Fyrirmynd hans í leiklistinni er Anthony Hopkins.

Að lokum þá hvetja þau ykkur öll að koma og sjá Línu Langsokk, þið verðið ekki svikin af því.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is