28.05.2020
Nokkrir dagar eru síðan dagsetningu á leikmannakynningu var breytt frá því að vera á morgun 30.maí í 4.júní kl 20:00
Það styttist svo sannarlega í fótboltasumarið þar sem kvennalið ÍBV mun leika í deild þeirra bestu og karlaliðinu er spáð góðu gengi í næst efstu deild.
Að því tilefni verður leikmannakynning í Akóges 4. júní kl. 20:00
Frítt er inn og opinn bar, enda löngu kominn tími á að hittast aðeins!
Þjálfarar liðanna munu fara yfir leikmannahópana og upplegg sumarsins og væntingar fyrir tímabilinu.
Hlökkum til að sjá ykkur! Áfram ÍBV!