03.06.2020
Húsið opnar 20.00 og er frítt inn. Bar á staðnum.
Gríðarleg tilhlökkun er hjá ÍBV fyrir fótboltasumrinu og hafa leikmenn og aðrir skynjað mikla tilhlökkun á meðal bæjarbúa einnig.
Eftir að liðin hafa verið kynnt munu Helgi Sig og Andri Ólafs fara yfir áherslur sumarsins og spjalla við stuðningsmenn.
Að dagskrá lokinni gefst svo tími fyrir skemmtilegt fótboltaspjall og hvetjum við fólk til að fjölmenna í Akóges.
Fótboltakveðja,Daníel Geir Moritz og Sigþóra Guðmundsdóttir
Hér má sjá viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/370186217274211/