Leik KFS í úrslitakeppni 4. deildar hefur verið frestað þangað til á morgun. KFS mætir því Hamri frá Hveragerð í fyrri leik undanúrslita, en spilað er heima og heiman, og er sæti í 3.deild í boði.
Leikurinn er á morgun sunnudag á Hásteinsvelli kl. 14:00.
Einnig hefur leik Breiðabliks og ÍBV í Pepsí Max deild kvenna verið frestað til kl. 14:00 á sunnudag en leikurinn verður spilaður í Kópavogi.