Föstudagur 1. desember 2023

Leikir Eyjaliðanna um helgina

Handbolti karla:

Nóg var um að vera hjá Eyjaliðunum um helgina. En karlalið ÍBV í handknattleik tók á móti Val í gær. ÍBV strákarnir unnu með fjögurra marka sigri á Val, 28-24.  Staðan í hálfleik var 18-10 ÍBV í vil. Leikurinn var hluti af tvíhöfða á milli ÍBV og Vals í bæði Olís deild karla og kvenna. kvennalið ÍBV vann einnig sinn leik og því tvöfaldur sigur Eyjamanna. Næst fara strákarnir norður og mæta nýliðum Þórs.

 

Handbolti kvenna:

Kvennalið ÍBV gerði sér lítið fyrir og vann eins marks sigur, 23-22, á Val í þriðju umferð Olís-deildar kvenna í gær.  Valur var einu marki yfir í hálfleik, 10-11. Sunna Jónsdóttir skoraði tíu mörk og Birna Berg Haraldsdóttir bætti við sex.

 

Fótbolti karla:

Karlalið ÍBV sem vann einnig sinn leik í gær – gerðu góða ferð í Laugardalinn og unnu 0-3 sigur á Þrótturum.

Mörk ÍBV:
0-1 Jón Jökull Hjaltason (’57)
0-2 Jack Lambert (’78)
0-3 Róbert Aron Eysteinsson (’89)

 

Fótbolti kvenna:

Kvennalið ÍBV héldu í Kópavoginn þar sem þær spiluðu gegn sterku liði Breiðabliks í dag. Endaði leikurinn 8-0 fyrir Breiðablik.  ÍBV vantaði fimm leikmenn sem væru venjulega í eða í kringum byrjunarliðið. ÍBV er eftir sem stendur ennþá með 17 stig í 6. sæti og eiga næst leik gegn FH um næstu helgi.

 

KFS (4.deild)

KFS vann Hamar í fyrri leik liðanna í undanúrslitum 4. deildar karla. Kormákur/Hvöt og ÍH gerðu 1-1 jafntefli á Blönduósi í gær. Seinni leikir þessara liða fara báðir fram á miðvikudag. Það var einungis eitt mark skorað á Hásteinsvelli í dag og það kom á lokamínútu venjulegs leiktíma.
Það skoraði varamaðurinn Daníel Már Sigmarsson sem fæddur er árið 2000. KFS fer því með eins marks forskot inn í seinni leikinn sem fer fram á Grýluvelli í Hveragerði.

 

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is