Rocky Horror sem Leikfélag Vestmannaeyja hefur verið að sýna var fyrr í þessum mánuði valin athyglisverðasta áhugaleiksýning fyrir leikárið 2022 til 2023. Því hefur þeim verið boðið að sýna Rocky Horror á stóra sviði Þjóðleikshússins þann 10. júní. Hægt er að kaupa miða á sýninguna á tix.is og eru áhugasamir hvattir til að tryggja sér miða.
Laugardagur 27. maí 2023