Leikfélag vestmannaeyja: Síðan eru liðin mörg ár

Leikfélag Vestmannaeyja hefur verið á stífum æfingum undanfarið þar sem að þau er að æfa fyrir sýninguna Síðan eru liðin mörg ár.

Við erum komin á 6. áratug síðustu aldar, peyjarnir hefjast handa við að greiða hárið með Adrett og pæjurnar að setja Carmen rúllurnar í fyrir svefninn. Verkið leiðir okkur frá 6. áratugnum til 9. áratugarinns. Við fylgjumst með útvarpsþættinum “Gullöldin” á Radio 55. Það gengur á ýmsu í studioinu og nóg er af tónlistinni! Maður minn lifandi.

Húsbandið heldur uppi stemningunni ásamt sönghópnum. 

 

Nafn: Helgi Rasmussen Tórzhamar

Aldur: FimmNúll ( Eldri öldungurinn í hópnum )

Hvað ertu búinn að vera lengi í Leikfélagi Vestmannaeyja? Er búinn að vera með annan fótinn í leikhúsinu síðan 1998 og þykir afskaplega vænt um þetta umhverfi. Það er einhver strengur í manni sem spilar á kærleikstaugina hvert skiptið sem ég stíg fæti hér inn.

Hvað hefuru tekið þátt í mörgum leikritum?

Rocky Horror 1998

Saumastofan 2002

Grease 2013 

Svo hef ég tekið þátt í nokkrum tónleikaviðburðum sem LV hefur sett upp í gegnum tíðina.

Ég hef þó  aldrei leikið í neinu verki sem leikari og mun líklegast aldrei gera.

Hljóðfærið er mitt hluverki.

Áttu eitthvað uppáhalds lag úr sýningunni?

Bítlalagið Come together klikkar aldrei.

Annars eru öll lögin góð.

Eitthvað að lokum?

Ég hvet alla til að koma og eiga með okkur frábæra kvöldstund.

 

 

 

Nafn: Valgerður Elín Sigmarsdóttir (Vallý)

Aldur: 18

Hvað ertu búin að vera lengi í Leikfélagi Vestmannaeyja? Ég byrjaði veturinn 2017, í Klaufum og kóngsdætrum.

Hvað hefuru tekið þátt í mörgum leikritum? Þrem og einu sem var tilbúið, en komst ekki á svið út af covid.

Hvaða persónu ertu að leika í þessari sýningu? Ég er nú eiginlega ég sjálf, en smá fýling frá höfundum lagana sem ég syng.

Áttu eitthvað uppáhalds lag úr sýningunni? Það hlítur að vera Sísí með grýlunum eða Does your mother know með Abba.

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is