Miðvikudagur 6. desember 2023

Leifur Geir Hafsteinsson og sonur hans Kristján Steinn með aprílgabb

Þeir feðgar Leifur Geir Hafsteinsson og Kristján Steinn Leifsson náðu heldur betur að vera með gott aprílgabb í gær og féllu m.a. fjölmiðlar í aprílgabbsgildru feðganna.

Fyrsta lagið sem þeir fluttu hét Ferðumst innanhúss og leikur Leifur á gítar og Kristján á trompet.

https://www.facebook.com/1099778220/videos/10221459028960698/

„Þetta varð alveg þvílíkur hittari og það hafa um tólf þúsund manns horft á myndbandið og allt varð bara vitlaust,“ segir Leifur Geir.

„Ég heyrði síðan í Jóni Ólafssyni í morgun og bað hann um að senda mér löng skilaboð þar sem væri að bjóða okkur að taka upp barnaplötu og ég skellti þessu á vegginn minn á Facebook. Það vakti mikla athygli og það féllu allir í gildruna þar á meðal Fréttablaðið sem skrifaði frétt um málið,“ segir Leifur og skellihlær en þarna var um aprílgabb að ræða.

„Það er nú frekar sjalfgjæft að aprílgöbb heppnist svona hrikalega vel. Þegar maður er farinn að gabba blaðamennina, það er helvíti gott og kominn með góðan standard á þetta.“

Þeir feðgar settu síðan annað lag á Facebook í dag en þar flytja þeir lagið Ég veit þú kemur eftir afa Leifs, Oddgeir Kristjánsson og kemur þar í ljós undir lok flutningsins að um aprílgabb hafi verið að ræða.

https://www.facebook.com/1099778220/videos/10221489305237586/

Frétt tekin frá visir.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is