Föstudagur 29. september 2023

Leif Sørensen gestakokkur á Slippnum

Matey Sjávarréttahátíðin verður haldin dagana 7-10. september þar sem veitingastaðir, fiskframleiðendur og þjónustuaðilar í  sjávarsamfélaginu Vestmannaeyjum  taka höndum saman og vekja athygli á menningararfleiðinni og  fjölbreytta fiskinum sem framleiddur er í Eyjum og bjóða upp margvíslega töfrandi rétti úr frábæru hráefni úr Eyjum. Gestakokkar verða á veitingastöðunum en á veitingastaðnum Slippurinn verður færeyski kokkurinn Leif Sørensen.

Hægt er að bóka borð á SLIPPNUM HÉR!

Meðal Færeyinga er Leif Sørensen þekktur sem „Færeyski kokkurinn“. Með því að umbreyta staðbundnu hráefni í bragðgóða og ljúffenga rétti og stofnun hins magnaða KOKS í Þórshöfn hefur „Færeyski kokkurinn“ okkar komið Þórshöfn og Færeyjum á matreiðslukort heimsins. Hann hefur nú snúið sér að öðru en lærlingur hans, Poul Andrias Ziska tekið við, en Leif vinnur nú að ýmsum verkefnum tengdum færeyskum mat.

Leif Sørensen sameinar mikla þekkingu sína á alþjóðlegri matargerð og matarmenningu við ástríðu sína fyrir því að útbúa mat úr staðbundnu hráefni. Með því að nota færeyskt hráefni upprunnið á landi, sjó og í lofti umbreytir Leif máltíðinni í stórkostlega tilfinningalega og vitsmunalega upplifun. Hann byggir á víðtækri reynslu sinni og skilningi á Færeyjum, sem og alþjóðlegri matargerðarlist. Hann miðlar þeirri þekkingu til gesta sinna, kryddað með sögum um uppruna tiltekins réttar og hefðbundinna hráefna hans, sem hann notar í nýja og frumlega rétti. Með því skapar hann þannig sælkeramat og viðburðaríka kynningu á máltíðinni.

Þessi nýstárlega áhersla á besta færeyska hráefnið hefur sótt innblástur í hina nýju norrænu matargerð: „Maturinn sem við borðum ætti að endurspegla hreinleika, ferskleika og einfaldleika færeyskrar náttúru sem er fyrir utan gluggann okkar,“ segir Leif Sørensen – og færir þannig færeyska náttúru að matarborðinu.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is