Leiðréttingar standast ekki skoðun

Yfirlýsingar bæjarstjóra í gærdag og gærkvöldi um að Lögmannsstofa Vestmannaeyja væri ekki að kaupa húsnæði 2. hæðar Íslandsbanka af Vestmannaeyjabæ heldur beint af Íslandsbanka halda ekki vatni og þarfnast nánari útskýringar af hálfu bæjarstjóra. Í bókun bæjarstjórnar frá því á fimmtudagskvöld stendur orðrétt: ,,Jafnframt leggur meirihlutinn til að gengið verði að lokatilboði Íslandsbanka um kaup á húsnæði bankans við Kirkjuveg og hluti þess seldur til félags í eigu Lögmannsstofu Vestmannaeyjabæjar skv. samkomulagi þar um.” Þarna kemur skýrt fram að hluti eignarinnar sem verið er að kaupa verði framseldur.

Bæjarstjóri undirritaði kauptilboð þar sem framsal af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram

Í fylgiskjali fyrir bæjarfulltrúa sem barst með fundargögnum fyrir síðasta bæjarstjórnarfund og er opinbert gagn en hefur ekki enn birst á vef Vestmannaeyjabæjar stendur orðrétt í kauptilboði sem bæjarstjóri skrifar undir: ,,Fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar samþykki ég tilboð þetta uppá kaupverð alls eignarhluta Íslandsbanka kr. 100.000.000 með sömu forsendum og í fyrra tilboði þ.e. að Vestmannaeyjabær framselur kaup á eignarhluta 227- 0966 til félags í eigu Lögmannsstofu Vestmannaeyja V20 ehf, kt. 570707-0860, sem verður þá kaupandi af þeim hluta.”. Nú þarf að útskýra hvort kauptilboðið sé þá rangt og það þurfi að leiðrétta eða hvort að bæjarstjóri þurfi að leiðrétta aftur orð sín.

Söluaðili húsnæðis Íslandsbanka til lögmannsstofunnar breyttist í kjölfar umfjöllunar ritstjóra eyjar.net

Í allri upplýsingagjöf á formlegum og óformlegum fundum bæjarstjórnar og bæjarráðs hefur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins verið tjáð að Íslandsbanki muni ekki selja eignina nema í heilu lagi og Vestmannaeyjabær muni því framselja eignina. Þær upplýsingar sem komu fram á vefmiðlum í gær af hálfu Írisar Róbertsdóttur bæjarstjóra og Jóhanns Péturssonar lögmanns um að lögmannstofan myndi kaupa eignina beint af Íslandsbanka eru því nýjar upplýsingar fyrir bæjarfulltrúa minnihlutans og þarfnast nánari útskýringar þar sem þær stangast á við samþykkt kauptilboð Vestmannaeyjabæjar. Það væri afar ámælisverð stjórnsýsla ef í kjölfar umfjöllunar ritstjóra eyjar.net um sölu Vestmannaeyjabæjar á húsnæði Íslandsbankans til Lögmannsstofunnar þar sem talað er um sölu á undirverði sé skyndilega búið að breyta því hvaða aðili er að selja hverjum Íslandsbanka.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search