18.03.2020
Að gefnu tilefni vill Vestmannaeyjabær taka fram að reikningar vegna leikskóla- og frístundargjalda sem og skólamáltíða verða sendir út eins og um fulla þjónustu sé að ræða í marsmánuði. Leiðrétt verður fyrir skerðingu á þjónustu fyrir mars og apríl í reikningum af gjöldum fyrir aprílmánuð.
Nú þegar ríkisstjórnin hefur undirbúið aðgerðir sem miða að því að draga úr efnahagslegum skaða vegna faraldursins er sömuleiðis mikilvægt að Vestmannaeyjabær kanni í framhaldinu hvernig hægt verði að koma til móts við einstaklinga og fyrirtæki til þess að draga úr högginu.
Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur nú að gerð leiðbeininga fyrir sveitarfélög um tilslakanir og aðrar aðgerðir sem gætu mildað höggið fyrir fyrirtæki í erfiðri stöðu, til dæmis lækkun gjalda þegar um skerta þjónustu er að ræða. Vestmannaeyjabær mun taka tillit til umræddra leiðbeininga við útfærslur á slíkum tilslökunum.