Í tilkynningu frá Herjólfi er bent á að hvorki sé veður-né sjóspá góð frá og með morgundeginum og jafnvel út helgina og þar af leiðandi ekki hagstætt hvað varðar siglingar í Landeyjarhöfn.
Útlit er því fyrir siglingar til Þorlákshafnar næstu daga.
Biðja þau því farþega sína sem ætla sér að ferðast með þeim um helgina að fylgjast vel með miðlum Herjólfs.
Tilkynning varðandi siglingar á morgun verður gefin út í síðasta lagi kl. 06:00 í fyrramálið.
Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar, eru minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eiginn búnað, það er að segja lak, kodda og sæng/teppi.
„Einnig langar okkur til þess að benda farþegum okkar á að á þessum árstíma er alltaf hætta færslum milli hafna og því ekki æskilegt að skilja bifreiðar eftir í annarri hvorri höfninni, Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn,, segir að lokum í tilkynningu Herjólfs.
Forsíðumynd: Hólmgeir Austfjörð