Miðvikudagur 7. júní 2023

Leiðin til árangurs

„Hvernig dettur þér þetta í hug, Guðrún?,“ er spurning sem ég fæ oft frá fólki sem ég hitti á ferðalagi mínu um okkar ágæta Suðurkjördæmi nú í aðdraganda kosninga. Er þá fólk að vísa til þess að maður er vissulega lítið heima hjá sér, þeytist milli horna kjördæmisins frá morgni fram á nótt í sífelldu áreiti, ys og þys, og þegar heim er komið sér maður hvernig stofublómin fölna sökum hirðuleysis. Blessuð blómin fá þó sitt vatn og sína alúð á endanum. 

Svarið við spurningunni er þó jafnan hið sama: Ég er komin til að vinna, takast á við þau verkefni sem þarf, og gefa allt mitt í það. Ég hef alltaf verið dugleg, vön því að vinna mikið og það veitir mér ánægju að sjá afrakstur vinnu minnar. Ef ég get orðið fólki að liði líður mér vel. Það er enda hlutverk okkar sem störfum í stjórnmálum, þess vegna gef ég mig í þetta verkefni. 

Ég sé líka orkuna, viljann, spennuna, styrkinn, framsýnina og fegurðina sem býr í fólkinu sem byggir og mótar okkar samfélag í Suðurkjördæmi. Hér er allt til staðar til að okkur geti gengið vel. Það er svo undir okkur sjálfum komið að sjá til þess að svo fari. Til að okkur takist ætlunarverk okkar þurfum við kjölfestu í stað glundroða, stefna ótrauð áfram og tryggja öllum stöðugleika, festu og frelsi til athafna. Þetta er leiðin til árangurs. 

Ég hef sagt við fólk að ég vilji sjá nærsamfélagið fá meira vægi í ákvarðanatöku um hvernig hlutirnir þróast heima fyrir. Fólkið í héraðinu lúti ekki boðvaldi ríkisins í málum sem stendur því nærri, svo sem í þjónustu heilbrigðisstofnana, menntamálum, þróun atvinnuuppbyggingar eða skipulagsmálum svo fátt eitt sé nefnt. Hættan er sú að þeir stjórnmálaflokkar sem hallir eru undir miðstýringu komi sér fyrir við stjórn landsmála og blási út kerfi sem þrengir að hugmyndaríku og duglegu fólki með reglugerðafargani og ofurskattheimtu. Slíkt er ekki líklegt til árangurs og hugmyndafræðin á bakvið þannig stjórnarhætti situr á ruslahaugum sögunnar. 

Verkefnin framundan kalla á sterka leiðtoga, traust í samstarfi og trúverðugleika í orðum og athöfnum. Ég er komin á svið stjórnmálanna til að láta til mín taka. Ég finn velvild og traust hjá fólkinu sem ég hef hitt á förnum vegi og ég ætla mér að standa undir því trausti og vel það. Ég ætla mér líka, í samvinnu við kjósendur og Sunnlendinga alla að efla og styrkja stöðu Suðurkjördæmis strax á komandi kjörtímabili, vinna landinu okkar gagn og útbúa frjóan jarðveg til framtíðar, íslenskri þjóð til farsældar og heilla. 

Ég biðla til þín að taka þátt í þessari vegferð með mér með því að setja x við D á kjördag. 

Guðrún Hafsteinsdóttir

Höfundur er oddviti D-lista 

Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi 

 

Sjálfstæðisflokkurinn er val þeirra sem vilja að einstaklingurinn ráði sér sjálfur og afskipti ríkisins af því séu sem minnst. Hann vill lága skatta og ábyrgan rekstur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og á stóran þátt í þeirri sterku stöðu sem land og þjóð eru í núna.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt að hann getur unnið með öllum flokkum að stjórn landsins með það að leiðarljósi að treysta velferð íslensku þjóðarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn…

• Mun lækka skatta enn frekar og tryggja að hærra hlutfall launa verði eftir hjá þeim sem afla þeirra.

• Mun ekki setja fiskveiðistjórnunarkerfið í uppnám og verja þannig velferð starfsmanna sjávarútvegsfyrirtækja.

• Er eina mótvægið gegn hugsanlegri fjölflokka vinstristjórn

• Vill efla heilbrigðisþjónustu á landinu og innleiða frekari fjarheilbrigðisþjónustu

• Mun halda áfram með verkefni um sjúkraþyrlu 

• Vill að hluti auðlindagjalda renni í jöfnunarsjóð sveitarfélaga

• Mun áfram vinna að bættum samgöngum milli lands og eyja í lofti og á legi

 

• Vill klára rannsóknir á jarðlögum milli lands og eyja vegna jarðgangnagerðar

• Mun viðhalda áframhaldandi hagvexti og lækka skatta

• Vill leyfa nýtingu og virkjun á umhverfisvænni orku

• Mun efla flutningsnet raforku

• Mun draga úr bákni, stofnanavæðingu og eftirlitsiðnaði

• Mun liðka fyrir störfum án staðsetningar svo sem í gegn um stafrænt Ísland og með möguleika á opinberum störfum án staðsetningar

• Er andvígur frumvarpi um hálendisþjóðgarð

Sjálfstæðisflokkurinn er eina val þeirra sem ekki vilja að Íslandi verði stjórnað eins og Reykjavík er stjórnað í dag.  

Við sjáum þar að vinstri flokkum er ekki treystandi og reynast þeim mun verr, þeim mun fleiri þeirra koma saman.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is