Miðvikudagur 7. júní 2023
krakkar, börn

Leggja til að frístundastyrkurinn verði 50.000kr á barn

Vestmannaeyjabær styrkir tómstundaiðkun allra barna á aldrinum 2 – 18 ára.

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær lögðu meirihluti E- og H- listans til að frístundastyrkurinn hækki um 15.000 kr eða í 50.000 kr á barn.

Markmið og tilgangur frístundastyrksins er;

  • a) styrkja börn á umræddum aldri til þátttöku í uppbyggilegu frístundastarfi og auka möguleika til þáttttöku óháð efnahag,
  • b) ýta undir aukna hreyfingu og félagsþátttöku barna,
  • c) vinna gegn óæskilegu brottfalli í eldri aldurshópi iðkenda og
  • d) auka virkni í frístundatíma barna.

Nýtingin á styrknum hefur verið að aukast milli ára.

Árið 2020 var hlutfallið miðað við fjölda barna í umræddum aldurshópum 58,5% sem nýttu styrkinn að fullu en það sem af er ársins er hlutfallið orðið 62,4%. Stærsti hluti styrkjarins fer í að niðurgreiða félagsgjöld hjá ÍBV-íþróttafélagi (rúmur helmingur) og Fimleikafélagsins Ránar (um þriðjungur).
Frístundastyrkur er einn liður í því að gera Vestmannaeyjar að barnvænu samfélagi.

Umsóknarferli styrksins hefur verið einfaldað eftir að hægt var að merkja við nýtingu á styrknum um leið og greitt er fyrir æfingagjöld barna í íþrótta- og tómstundastarfi.

Ráðið þakkar framkvæmdarstjóra fyrir yfirferðina og segir: 

Það er ánægjulegt að fleiri séu að nýta sér styrkinn. Með komu frístundarstyrksins hafa börn tækifæri á fjölbreyttara íþrótta- og tómstundastarfi. Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi getur haft veigamikil forvarnaráhrif.

Meirihluti E- og H- listans leggja til að gert verði ráð fyrir því í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 að styrkurinn hækki um 15.000 kr og verði því 50.000 kr. á barn. Mun sú hækkun taka gildi 1. janúar 2022 og felur framkvæmdastjóra að fylgja málinu eftir.

Fulltrúar E og H lista (Helga Jóhanna Harðardóttir, Hrefna Jónsdóttir og Hafdís Ásþórsdóttir) samþykkja umrædda tillögu en fulltrúar D lista sitja hjá (Gísli Stefánsson og Esther Bergsdóttir.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is