02.08.2020
Skemmtanahald næturinnar fór vel fram samkvæmt lögreglu Vestmannaeyja en nokkuð var um slíkt í heimahúsum og görðum hér í bæ. Bárust lögreglu tilkynningar um hávaða og skotelda sem skotið var upp víðsvegar um bæinn. Einn var í fangaklefa en sá fór ekki að fyrirmælum lögreglu.
Tígull var frekar rólegur í gærkvöldi svo hann laumaðist inn á flottu þjóðhátíðarfacebooksíðuna: Þjóðhátíðin mín 2020 og fékk nokkrar myndir lánaðar þar, við mælum með þeirri síðu til að fylgjast með gleðinni.
Páll Pálsson deildi þessari flottu mynd af Hólagötu villingunum. Kristinn Pálsson með góða uppskirft, mælum nú samt ekki með því..
Covid Coffee 2020 •
Gott yfir brennunni!!
• þeyttur rjómi
• fjórir hlutar kaffi
• teskeið púðursykur
• eitt skot handspritt!
SKÁL!Blysin færðurst í austurbæinn í ár.. það var hann Rúnar Gauti sem smellti þessri mynd af í gærkvöldi. Þjóðhátíðarparið Lilja og Halldór eiga 25 ára brúðkaupsafmæli og héldu veislu því til heiðurs. Stór glæsileg að vanda. Hér var skelltu upp skvísu sundi Staupið fór upp út í garði.. og allir happy með það.