Á laugardaginn 30. Nóvember hefði Kolbeinn Aron Ingibjargarson eða Kolli eins og við öll þekktum hann orðið 30 ára. Í tilefni að því ætlar fjölskylda, vinir og ÍBV að halda uppá það á viðeigandi hátt. Kl 13:30 verður athöfn í stóra salnum í íþróttamiðstöðinni og væri gaman að sjá sem flesta. Kolli var eitt af andlitum handboltans í eyjum og átti mjög stóran þátt í þeirri uppbyggingu sem deildin gekk í gegnum og kom liðinu á þann stað sem það er í dag. Hann spilaði 279 leiki fyrir félagið og skoraði 2 mörk. Honum til heiðurs munum við vígja mynd af honum Kolla okkar.
Þriðjudagur 26. september 2023