Bókasafn

Las yfir 100 bækur á síðasta ári

Skemmtilegt viðtal á visir.is við Drífu Þöll bókaorm í morgun hér er brot úr því: 

Drífa Þöll Arnardóttir hefur verið bókaormur allt sitt líf og starfar nú umkringd bókum alla daga sem bókavörður á Bókasafni Vestmannaeyja.

Á síðasta ári setti hún sér það markmið að lesa að minnsta kosti 100 bækur á árinu og tókst það.

„Ég er uppalin á Eiðum á Héraði en svo lá leiðin í Kvennaskólann í Reykjavík og þaðan í Kennaraháskólann. Eftir útskrift þaðan fékk ég kennarastöðu í Vestmannaeyjum ásamt tveimur vinkonum úr KHÍ og ætlaði mér bara að vera þar í eitt ár. Þau eru orðin 21 enda kynntist ég ástinni hér og hér er gott að búa þó að samgöngurnar geti reynt á þolirfin.“

Man enn eftir tólf bóka jólunum

„Ég hef verið bókaormur frá því að ég man eftir mér. Las flest sem ég komst í. Þar sem ég bjó á mjög litlum stað þar sem ekki var bókasafn varð að lesa það sem til var heima. Pabbi og mamma voru miklar fyrirmyndir hvað varðaði lestur og það var mikið til af bókum heima, við vorum þrjú systkinin á heimilinu svo að ég las líka bækur bræðra minna, svo fékk man líka lánað frá vinum og nágrönnum. Mamma og pabbi lásu mikið fyrir okkur þegar við vorum yngri. Mamma var frábær leiklesari og það gerði okkur systikinin enn spenntari fyrir bókunum. Bestu jólagjafirnar voru bækur og ég man eftir jólum þar sem leyndust tólf bækur í pökkunum og þá var sko setið við og lesið. Ég las undir morgun allt jólafríið, það var æðislegt,“ segir Drífa Þöll.

Hún segist vera mest hrifin af „mannlegum“ sögum um venjulegt fólk sem lendir í alls konar, helst bækur sem láta henni líða vel í hjartanu eftir lesturinn.

„Má þar nefna Vegur vindsins Bueno camino eftir Ásu Marin og Afleggjarinn eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Af erlendum höfundum er Frederik Backman í uppáhaldi. Ég les aðallega á íslensku en gríp mér stundum bók á ensku. Ég þarf oft að kaupa mér bækur á flugvöllum erlendis þegar ég er búin með allt sem ég tek með mér. Ég er svo gamaldags að ég vil lesa bækur af pappír. En ég er orðin of ryðguð í menntaskóladönskunni til að njóta bóka á því annars ágæta tungumáli.“

Lesa má viðtalið í heild sinni hér á visir.is

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is