22.02.2020
Á föstudagskvöld fór fram aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja. Eins og venjan hefur verið voru valdir bæði efnilegasti kylfingur ársins og kylfingur ársins hjá klúbbnum.
Lárus Garðar Long var valinn kylfingur ársins, en hann vann Meistaramót GV á seinasta ári.
Kristófer Tjörvi Einarsson var valinn efnilegasti kylfingur klúbbsins. Hann var valinn í U18 ára landslið Íslands í golfi og keppti með þeim í Frakklandi á Evrópumóti unglinga. Einnig endaði hann í 14. sæti á Íslandsmótinu í golfi 2019 ásamt því að hafa bætt vallarmet klúbbsins í september síðastliðnum.
Við óskum þeim til hamingju