Föstudaginn 12. febrúar á Taflfélag Vestmannaeyja von á góðum gestum en það eru þeir Helgi Áss Grétarsson stórmeistari og verðandi stórmeistarinn Guðmundur Kjartansson.
Af þessu tilefni ætla þeir að vera með smá fræðsluerindi og yfirferð um skákíþróttina fyrir grunnskólanemendur í húsnæði Taflfélagsins að Heiðarvegi 9. kl 17:00.
Bjóðum alla á grunnskólaaldri velkomna til okkar og í lok kynningar verða smá veitingar og spjall.
Forsíðumyndinn er tekin frá facebooksíðu taflfélagsins.