Landsliðsverkefnin framundan

Það er nóg um að vera hjá landsliðum þessa dagana og eigum við fullt af fulltrúum í hinum ýmsu verkefnum.
Elísa Elíasdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir og Sunna Jónsdóttir eru nú mættar til æfinga með A-landsliði Íslands sem er undir stjórn Arnars Péturssonar.
Liðið leikur 2 leiki í undankeppni EM í næstu viku:
Miðvikudagurinn 20.apríl kl.19:45
Ísland – Svíþjóð
Laugardaginn 23.apríl kl.16:00
Serbía – Ísland
___
Ingibjørg Olsen leikur 2 leiki með færeyska landsliðinu í næstu viku í undankeppni EM.
Miðvikudagurinn 20.apríl
Færeyjar – Rúmenía
Laugardaginn 23 apríl
Danmörk – Færeyjar
___
Dagana 12. – 14. apríl æfðu Arnór Viðarsson og Gauti Gunnarsson með U-20 ára landsliði Íslands en liðið undirbýr sig fyrir EM U-20 ára liða sem fram fer í Portúgal í júlí
___
Dagana 21. – 24. apríl halda stelpurnar í U-15 og U-16 ára landsliðum kvenna til æfinga.
Fulltrúar ÍBV:
U-15: Anna Sif Sigurjónsdóttir, Ásdís Halla Pálsdóttir, Bernódía Sif Sigurðardóttir, Birna Dís Sigurðardóttir, Birna María Unnarsdóttir og Sara Margrét Örlygsdóttir
U-16: Alexandra Ósk Viktorsdóttir og Herdís Eiríksdóttir
___
Erlingur Richardsson og lærisveinar hans í hollenska landsliðu leika um þessar mundir einvígi við Portúgal um laust sæti á HM.
Hollendingar unnu fyrri leik liðanna 30-33 í Portúgal en liðin mætast aftur á morgun, sunnudag, kl.12:00 í Hollandi.
___
Íslenska A-landslið karla leikur svo um þessar mundir leiki gegn Austurríki um laust sæti á HM. Elliði Snær Viðarsson er flottur fulltrúi ÍBV í þeim hópi.
Ísland vann fyrri leikinn á miðvikudaginn 30-34 í Austurríki en síðari leikurinn fer fram í dag kl.16:00 á Ásvöllum og verður leikurinn í beinni útsendingu á RÚV!
___
Við óskum öllum þessu glæsilegu fulltrúum Bandalagsins góðs gengis í þessum verkefnum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search