Bakkabræðurnir Sigurður Þór Símonarson, Jónatan G. Jónsson og Ágúst Ingi Jónsson eru að byggja upp landnámshænustofninn hjá sér
Það tekur um það bil 21 dag að unga út eggjum en þær eru í hitakassa og eggin eru merkt með x og o því það þarf að snúa þeim fjórum sinnum á sólahring. Og í hvert sinn er úðað vatni yfir eggin svo tekur bara biðin við þar til þau klekjast út.
Þetta er annað hollið sem þær mæðgur sjá um en fyrsta hollið af eggjum kom til þeirra 12. desember og fyrstu ungarnir komu 26. desember. Ungarnir voru hjá þeim til 23. janúar en þá fóru þeir út á Breiðabakka. Svo kom seinna hollið af eggjum núna í febrúar og fyrstu ungarnir komu þann 22. febrúar. Það er snilld að hafa hænur þær éta alla matarafganga t.d.
Tígull leit við hjá Gunnu Stínu ungamömmu í síðustu viku og fékk að kíkja á litlu sætu ungana sem voru komnir út úr eggjunum en það voru nokkrir komnir og nokkrir eftir að klekjast út. Gunna Stína og dóttir hennar Bergþóra standa vaktina á meðan eggin klekjast út. Svo fara ungarnir/hænurnar út á Breiðabakka þegar þær hafa náð ákveðinni stærð.
Gunna Stína hefur tekið vel á móti fjöldanum öllum af krökkum sem hafa komið og kíkt á litlu sætu ungana eins og sést á meðfylgjandi myndum. Öll eru þau leyst út með litlum nammipoka þegar þau kveðja.