Landinn ferðast um og hittir fólk sem fæst við margt áhugavert og skemmtilegt
Í kvöld kemur Landinn við í Vestmannaeyjum og hittir á Þóru Hrönn sem nýlega opnaði Kubuneh sem er snilldar verslun með notuðum fatnaði/vörum ásamt ýmsum heimagerðum vörum.
Smá um verkefnið:
Allir skipta máli rekur heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu.
Til að fjármagna það verkefni rekur félagið verslun í Vestmannaeyjum og selur „second hand“ fatnað. Verslunin ber nafnið Kubuneh eins og þorpið.
Sjá eldri frétt um Kubuneh hér og viðtal við Þóru Hrönn: Kubuneh er ný verslun í Vestmannaeyjum