14.04.2020
Það er nokkuð ljóst að ef af þessu verður þá verður ekki Þjóðhátíð en höldum ró okkar þetta eru eingöngu tillögur og ekki er búið að ákveða neitt svo við skulum ekki mála skrattann á vegginn alveg strax að minnsta kosti.
En þetta segir í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, hægt er að lesa allt minnisblaðið hér fyrir neðan með því að smella á linkinn.
Einnig er lagt til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki 2.000 einstaklinga a.m.k út ágúst n.k. Tillögur að
nánari útfærslu á þessu verða sendar síðar.
Þetta myndi hafa áhrif á 17. júní, stærri íþróttamót hjá krökkum, Menningarnótt og auðvitað Þjóðhátíð.
Fólk þarf að leysa þetta í sumar og skemmta sér í fámennari hópum sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í viðtali við fréttastöfu Bylgjunnar í hádeginu í dag.
Þetta er ekki í tilmælum heilbrigðisráðherra núna en Svandís hefur til þessa farið eftir ráðum Þórólfs.
Forsíðumynd Addi í London