Lagði af stað til Landeyja syndandi kl 16

Sigurgeir Svanbergsson hefur undirbúið sig í sex mánuði fyrir sund milli Vestmannaeyja og Landeyja

Allt er þetta gert til styrktar Barnaheillum.

Sigurgeir segir á facebooksíðu sinni: „út af allskonar pælingum hjá allskonar fólki hef ég ákveðið að segja rétt frá minni upplifun á lífinu sem svarar vonandi spurningum og vangaveltum flestra. Þetta verður kannski smá langloka en þeir lesa sem hafa áhuga.
Eins og flestir sem þekkja mig mjög vel vita, þá er ég stöðugt að leita að aðstæðum til að sjá hvert hugurinn fer þegar maður er kominn í “ómögulegar” aðstæður. Ég hef prufað margt krefjandi og sett mig allskonar líkamlega tilburði sem margir myndu kannski flokka undir “tómt rugl”.

Að synda mjög langa vegalengd er eitthvað sem ég lít á sem fullkomið próf

Þú kynnist sjálfum þér á hátt sem ekki er hægt að útskýra með orðum. Þú verður að gera þér fullkomlega grein fyrir því að þegar þú ert komin/nn í sjóinn þá ertu ekki að fara að stoppa fyrr en á leiðarenda er komið. Ef þú stoppar þá gætirðu verið að tapa dýrmætum tíma.
Í fyrra lærði ég heilmikið um hvað allt þarf að smella til að svona þrekraun gangi vel og ég gerði heilmikið af allskonar mistökum sem kenndu mér klárlega mjög mikið.
Í grunninn snýst þetta um það sem ég hef lengi talað fyrir og það er “hversu langt leyfir hausinn þér að fara?” Hvenær heldur þú að öll orka sé búin og hvenær er hún það í raun og veru? Hversu mikið er hægt að ýta þér niður í þrot, bugun og nánast uppgjöf en ekki gefast upp. Hver er munurinn á hausnum þegar þú stígur út í og þegar sjósundið hefur staðið í marga klukkutíma?
Ekkert hefur verið nær því að buga mig en sjósund í langan tíma og það gerir það mjög áhugavert fyrir mér. Það þýðir að ég mun alltaf ganga aðeins lengra og halda áfram að ögra mér.
Í ár er samt einn stór munur frá því í fyrra og hann er sá að núna kann ég allavega smá að synda segir Sigurgeir að lokum.

Leiðin sem hann mun synda er rúmlega 12 kílómetrar, hún ófst á Eiðinu klukkan 16 nú í dag og áætlar hann að klára þetta á um sex klukkutímum, en samt sem áður eru sjáfarföllinn ekki honum hagstæð og sundið gæti tekið örlitið lengri tíma.

Hægt er að fylgjast með Sigurgeir á facebooksíðunni „synt frá Vestmannaeyjum,,

Hann hvetur alla að heita á sig og leggja góðu málefni lið: Barnaheill.
Sigurgeir verður sjötti einstaklingurinn sem syndir á milli lands og Eyja ef honum tekst að klára sundið. Það var hún Sigrún Þuríður sem synti hér á milli fyrir þremur árum 2019 nánast upp á dag eða 23. júlí 2019.
Þar á undan var það Jón  Kristinn þann 4. ágúst 2016. Hér að neðan má sjá upplýsingar um tíma og nöfn þeirra sem hafa synt þetta afreks sund.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search