Gular viðvaranir taka gildi víða um land seint í kvöld en þá gengur í austan storm með rigningu eða slyddu, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.
Í dag verður aftur á móti fremur hæg norðlæg átt og víða bjartviðri um sunnanvert landið, en dálítll éljagangur norðan- og austantil. Veður verður svalt, hiti um og undir frostmarki, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings.
„Í kvöld nálgast lægð landið og það gengur í austan og suðaustan hvassviðri eða storm í kvöld og nótt með hlýnandi veðri. Þykknar upp og fer að rigna á láglendi, en slydda eða snjókoma um norðanvert landið. Gular viðvaranir eru í gildi vegna veðurs í nótt.“
Í fyrramálið og á morgun snýst í hægari sunnanátt með skúrum, fyrst suðvestantil, en styttir upp og léttir til um norðan- og austanlands.
Forsíða: skjáskot af vedur.is og upplýsingaer einnig frá vedur.is