Föstudagur 1. desember 2023

Kynningarfundur um uppbyggingarsjóð Suðurlands á morgun kl 12:15 á ZOOM

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) standa fyrir opnum kynningarfundi um Uppbyggingarsjóð Suðurlands á morgun fimmtudag kl: 12:15 – 13:00.

Fundurinn verður í beinu streymi á ZOOM og eru allir áhugasamir hvattir til að taka hádegið frá og kynna sér markmið, áherslur og umsóknarferli sjóðsins ásamt því að ráðgjöf SASS verður kynnt.

Sjóðurinn er nú opinn fyrir umsóknir og er síðasti séns til að senda inn umsókn 2. mars 2021 kl. 16:00. Um er að ræða fyrri úthlutun þessa árs. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki sem skiptast í tvo flokka, annars vegar atvinnu og nýsköpun og hins vegar menningu.

Umsækjendur og aðrir áhugasamir eru velkomnir að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð og/eða leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að fá upplýsingar um ráðgjöfina á vefsíðu SASS, einnig má hafa samband í síma 480-8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sudurland.is

Umsóknir skulu berast fyrir kl. 16.00 þann 2.mars 2021

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is