Við munum kynna starfsmenn Sea Life Trust á næstunni. Við tókum létt spjall við hana Courntey Burdick en hún er yfirmaður dýraumönnunarteymissins.
Hvaðan ertu: Chicago, Illinois USA
Hversu lengi hefur þú starfað hjá Beluga Whale Sanctuary: Síðan í júní 2021
Hvernig er venjulegur dagur hjá þér: Venjulegur dagur hjá mér samanstendur af því að hjálpa dýrateyminu okkar með dýrin – mjaldrana, lundana og fiskana í fiskabúrunum. VIð notum umbunarkerfi með mjöldrunum okkar og þær fá bestu mögulegu umönnun. Til dæmis þurfum við að ómskoða hliðarnar á þeim til að vita hversu mikla fitu þær hafa og þannig getum við vitað hvort þær eru að bæta á sig eða léttast.
Hvað er skemmtilegasti parturinn af starfinu: Vinnan með dýrunum og fylgjast með dýrateyminu takast ætlunarverkið.
Eftirlætis dýrið sem þú hefur unnið með: Lítill mjaldur sem ég annaðist í Chicago.
Kanntu eitthvað íslenskt orð: kaffi
Kostir og gallar við að búa í Vestmannaeyjum: Vestmannaeyjar er mjög fallegur staður, fólkið er mjög vinalegt og það er engin bílatraffík! En stundum sakna ég fjölskyldunnar minnar og vinanna í US. Ég sakna líka Starbucks and Mexikóskrar matar!
Sturluð staðreynd um mjaldra: Mjaldrar geta spítt og sogið vatn! Þetta gerir þeim kleift að spíta vatni á sjávarbotninn og finna bráðina í sandinum, sem þeir svo sjúga upp og éta.