Eyjabíó forsýnir myndina Þrot í kvöld kl. 20:00
Eyjabíó fær þann heiður að forsýna myndina í kvöld en annars fer myndin í almennar sýningar næsta miðvikudag.
ÞROT
Leikstjóri: | Heimir Bjarnason |
Handritshöfundur: | Heimir Bjarnason |
Helstu leikarar: | Bára Lind Þórarinsdóttir, Anna Hafþórsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Pálmi Gestsson og Guðrún S. Gísladóttir |
Tegund myndar: | Spenna |
Lengd: | 90 mín. |
Aldurstakmar: 14 ára.
Grunsamlegt andlát skekur smábæjarsamfélagið á Hvolsvelli og líf einmana sendilsins Rögnu er umturnað þegar hálfbróðir hennar, Júlíus, hverfur í kjölfar atviksins. Gömul sár spretta upp og verða að nýjum en þegar hin uppreisnargjarna Arna flækist í atburðarásina er ljóst að eitthvað ógnvægilegt kraumar undir yfirborðinu. Þá reynir á fjölskylduböndin, lífsgildin og tryggðina sem aldrei fyrr enda verður kaldur sannleikurinn þyrnum stráður, jafnvel lífshættulegur.