Kvennalið ÍBV spiluðu gegn Fylki í Árbænum í gær. Leikurinn endaði með jafntefli, 1-1.
Á 5. mínutu skorar Olga fyrir ÍBV. Miyah Watford flikkar boltann áfram á Olgu sem stingur sér fram fyrir Írisi Unu og klárar örugglega framhjá Cecilíu markmanni Fylkis.
Fylkiskonur skoruðu á 58. mínútu.
1 stig á lið. Fylkir er áfram í 3. sæti og ÍBV styrkir stöðu sína í því fjórða. Fylkir hefur aðeins tapað einum leik í sumar, gegn toppliði Breiðabliks.
ÍBV er nú taplaust í síðustu 5 leikjum.