Kvennalið ÍBV tók á móti Þór/Akureyri á Hásteinsvelli í blíðunni í gær. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og var það hún Karlina Miksone eftir hornspyrnu frá Olgu Sevcova. En markið kom á ´84 mínútu leiksins.
ÍBV er nú með 16 stig eftir tíu leiki og er liðið með jafn mörg stig og Fylkir sem er í 3. sæti en þessi lið gerðu jafntefli í síðustu viku.