Kvennalið ÍBV spiluðu sinn síðasta leik í Bestu deildinni í dag á Sauðárkróki gegn Tindastól. Þær voru að berjast um að halda sér uppi í deildinni ásamt Keflavík. Leikurinn á Sauðárkróki endaði 7-2 fyrir Tindastól. Einnig fór fram leikur Keflavíkur og Selfoss þar sem að Keflavík var með sigur 1-0. En það er því ljóst að ÍBV og Selfoss falla niður um deild.
Liðið lék 19 leiki í Bestu deildinni og enduðu í 9. sæti með 18 stig í 19 leikjum. Þær unnu 5 leiki, gerðu 3 jafntefli og töpuðu 11 leikjum. Liðið skoraði 27 mörk á tímabilinu og fékk á sig 34 mörk.