03.03.2020
Það var glatt á hjalla í gær þegar 44 konur komu saman á fyrstu kóræfingu Kvennakórs Vestmannaeyja.
Stofnfundur var haldinn á sunnudaginn og mættu á fundinn alls 41 kona sem kusu svo í stjórn. Þessar flottu konur urðu fyrir valinu fyrsta ár kórsins:
Kristín Halldórdóttir – formaður
Helga Björk Georgdóttir – varaformaður
Elín Árnadóttir – ritari
Marsibil Sara Pálmadóttir – gjaldkeri
Jóhanna Gunnlaugsdóttir – meðstjórnandi
Lóa Baldvinssdóttir – meðstjórnandi
Ester Bergsdóttir – meðstjórnandi
Sæþór Vídó Þorbjarnarson mun vera kórstjóri þar til dömurnar finna varanlegan kórstjóra, Tígull heyrði aðeins hjóðið í honum í morgun og spurði hann hvernig hafi gengið í gærkvöldi og hvort það hafi verið auðvelt að hafa stjórn á kvennahópnum. Sæþór hélt það nú, allar mjög hlýðnar og þetta gekk allt vonum framar, þær hljómuðu vel á fyrstu æfingu.
Tígull heyrði einnig í Kristínu Halldórsdóttir nýkjörnum formanni kórsins og er hún brosandi allan hringinn fyrir því hve vel fyrsta æfingin heppnaðist. Hún er hæst ánægð hve góð mæting var og hún tekur fram að alltaf er hægt að bætast í hópinn með því að senda henni skilaboð í gegnum facebooksíðu hennar eða á póstfangið kitta1985@hotmail.com. Kórinn er svo með facebooksíðu: Kvennakór Vestmannaeyja sem er hægt að bæta sér inn á ef áhugi er á að taka þátt. Kórinn æfir á mánudagskvöldum kl. 20.00 allar konur er velkomnar.
Gaman er að segja frá því að strax hefur Kristínu borist beiðni um að Kórinn syngi á tónleikum snemma á næsta ári svo þær eru komnar á fullt að æfa. Að lokum segir Kristín: Kvennakór Vestmannaeyja stefnir á stjörnurnar, það er á hreinu.
Tígull óskar þeim innilega til hamingju og hlakkar til að mæta á alla tónleikana þeirra.
Forsíðumyndna tók hann Sæþór Vídó.