21.02.2020 kl 10:15
Kristín Halldórsdóttir kastaði fram spurningu inn á facebooksíðuna kvenfólk í eyjum í gærkvöldi og viðbrögðin létu ekki á sér standa en um 100 konur eru búnar að lýsa yfir áhuga á að taka þátt í kvennakórnum. En hérna er spurning Kristínar:
Nú langar mig að stökkva aðeins út fyrir þægindarammann og reyna að uppfylla draum sem ég er búin að vera með í kollinum í nokkur ár ? mig langar rosalega að stofna kvennakór…. en til þess að það gangi upp þarf auðvitað konur sem vilja taka þátt… svo mig langaði bara að athuga hvort það væru einhverjar konur hér í eyjum sem hafa gaman að því að syngja og mundu kannski skoða það að taka þátt í kórstarfi (sem er btw geggjað gaman) ?? ef áhugi er fyrir hendi mundum við henda í fund og skoða kórstjóra, stjórn og skipuleggja þetta eitthvað frekar ✌️
Tígull heyrði í Kristínu hún er hæst ánægð með þessi frábæru viðbrögð, næsta skref er því að finna kórstjóra og húsnæði til æfinga. Frábært framtak hjá Krisínu að koma þessu af stað og Tígli hlakka til að mæta á tónleika hins nýja kvennakórs Vestmannaeyja.
