Þriðjudagur 25. júní 2024

Kvennakór Hornafjarðar lætur hvorki óveður né heimsfaraldur stoppa sig – myndband

Þegar slæm veðurspá setur plön um heimsókn til Vestmannaeyja í uppnám er aðeins eitt í stöðunni…..

Það er að fara fyrr af stað og koma til Eyja degi á undan áætlun segir fulltrúi kvennakórs Hornafjarðar. Það er að minnsta kosti það sem við í Kvennakór Hornafjarðar gerðum, en stærsti hluti kórsins mætti til Vestmannaeyja í gær, fimmtudag, svo hægt væri að standa við auglýsta tónleika laugardaginn 29. maí.

Kvennakór Hornafjarðar lætur hvorki óveður né heimsfaraldur stoppa sig

Í gegnum allt covid tímabilið hefur Kvennakórinn ekki misst út margar æfingar, en á löngu tímabili æfðum við á zoom. Í fyrstu bylgju covid gáfum við út 3 myndbönd, þar sem kórkonur tóku upp hljóð og mynd hver í sínu horni, en kórstjórinn Heiðar Sigurðsson skeytti þeim saman í myndbönd.

Í staðin fyrir vortónleika síðasta vor sungum við á bílpalli sem keyrði okkur um bæinn, og síðasta sumar, þegar mátti hittast og ferðast, sungum við á öllum einbreiðum brúm í Austur Skaftafellssýslu. Fyrir jólin þegar ekki mátti halda tónleika, buðum við upp á heimsendan söng sem vakti mikla lukku.

Nú erum við svo mættar til Vestmannaeyja og munum halda tónleika í Kiwanis á morgun, laugardaginn 29. Maí, kl. 17.00. Boðið verður upp á fjölbreytt og skemmtilegt prógram, þar sem nokkur eyjalög munu fá að heyrast.

Við vonumst til sjá sem flesta segja þær að lokum.

Hér er linkur á facebook viðburð stelpnanna.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search