Kvenfélagið Líkn og Hjartaheill Í Vestmannaeyjum safna fyrir hjartamónitorum fyrir Heilsugæsluna

Ár hvert stendur Kvenfélagið Líkn fyrir söfnun til kaupa á tækjum og öðrum búnaði til styrktar Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Tækin eru staðsett hér í Vestmannaeyjum og bæta þjónustu við íbúa bæjarins. Send eru bréf eða tölvupóstar til fyrirtækja og félagasamtaka í bænum þar sem leitað er eftir aðstoð þeirra.

Söfnunin er ávallt eyrnamerkt ákveðnu verkefni. Í ár er safnað fyrir kaupum á tveimur hjarta-mónitorum fyrir heilsugæsluna. Kvenfélagið Líkn tekur að þessu sinni höndum saman með Hjartaheill í Vestmannaeyjum í þessu metnaðarfulla verkefni.

Markið er sett hátt að þessu sinni, en verðið á mónitorunum ásamt öllum nauðsynlegum fylgihlutum, er 1,6 milljónir króna, sem er í raun mjög gott tilboð sem við fengum. Tækin sem keypt verða eru af sömu tegund og notuð eru á bráðamóttöku Landspítalans. Annað tækið verður veggfast á bráðamóttöku heilsugæslunnar en hitt verður færanlegt og nýtist því einnig í öðrum rýmum heilsugæslunnar og á sjúkradeildinni

Samkvæmt upplýsingum frá Iðunni Jóhannesdóttur yfirhjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni eru hjartamónitorar sem þessir frábært eftirlistskerfi fyrir sjúklinga og einnig fyrir starfsfólk heilsugæslu. Slík tæki hafa verið ofarlega á óskalistanum lengi og er starfsfólkið mjög þakklátt fyrir að þessi söfnun sé komin af stað og er spennt að fá tækin í hús.

Mónitorarnir mæla starfsemi hjartans og lífsmörk, þ.e. reglu og hraða hjartsláttar, blóðþrýsting og súrefnis í blóði og gefur viðvörun ef frávik verða. Þannig eykur það öryggi sjúklingsins og sést fyrr ef honum hrakar þar sem tækið sendir viðvörun ef mælingar breytast og starfsfólk getur þá brugðist strax við. Þetta eru einnig mikil þægindi fyrir starfsfólkið því mögulegt er þá að sinna öðrum sjúklingum á sama tíma, en geta brugðist við þegar viðvörun kemur frá tækinu.

Kvenfélagið Líkn ásamt Hjartaheill í Vestmannaeyjum leita nú til fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga í Vestmannaeyjum um stuðning. Án ykkar erum við lítils megnug, en treystum því að þið styðjið þessa viðleitni okkar til aðstoðar með það að markmiði að bæta heilbrigðisþjónustu við íbúa Vestmannaeyjabæjar. 

Ef þú vilt leggja þitt af mörkum, má leggja inn á reikning Kvenfélagsins Líknar í Íslandsbanka nr. 0582-14-402014 eða í Landsbanka nr. 0185-05-402014. Kennitala Líknar er 430269-2919. 

Ef það vakna upp spurningar varðandi þetta er ykkur velkomið að hafa samband við Guðnýju Bogadóttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Gudny.Boga@gmail.com 

Með von um góðar undirtektir, sendum við okkar bestu kveðjur og fyrirfram þakklæti fyrir stuðninginn.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search