17.12.2020
Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir opnaði í dag nýju fataverslunina sína Kubuneh en hún er við Vestmannabrautar 37.
Það er óhætt að segja að þegar maður gengur inn í Kubuneh er líkt og verslunin faðmi mann.
Kubuneh er eingöngu með til sölu notuð föt.
Verslunin heitir Kubuneh (borið fram Kúbúne) en það er nafnið á þorpi í Gambíu þar sem Þóra setur alla innkomu af sölu varnings í versluninni ganga til. En öll vinna við verslunina er unnin í sjálfboðastarfi.
Í dag fór Tígull og heimsótti Þóru Hrönn rétt eftir að hún opnaði og tók stöðuna á henni aftur en hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Tígull tók við Þóru þann 14.nóvember síðast liðin.
Ef þú vilt sjá heimsóknina frá því í dag er hún hér inn á facebooksíðu Tíguls.
„Allir skipta máli“ er góðgerðarfélag sem Þóra stofnaði til að halda utan um verkefnið. Um áramótin tekur verkefnið við rekstri á heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu. Í því felst m.a að greiða laun starfsfólks og lyf fyrir sjúklinga. Árlega leyta 12-15.000 manns til heilsugæslunnar.