KSÍ hvetur þjóðina og iðkendur til dáða

Áfram Ísland!
KSÍ hefur ákveðið að keyra í gang verkefni sem kallast „Áfram Ísland!“ og gengur út á að hvetja þjóðina og iðkendur til dáða, til að halda áfram að æfa daglega (með eða án bolta), þrátt fyrir þær takmarkanir sem eru tilkomnar vegna samkomubanns í tengslum við heimsfaraldur COVID-19.

Birt verða tvenns konar myndbönd. Annars vegar myndbönd úr Tækniskóla KSÍ með einföldum æfingum sem krakkar geta gert utan skipulagðra æfinga hjá sínum félögum – ein og sér eða í litlum hópum með vinum sínum og vinkonum. Hins vegar myndbönd með hvatningu frá landsliðsfólki til iðkenda um að halda áfram að hreyfa sig og æfa með reglulegum hætti, og til að viðhalda öllu því sem til þarf og vera tilbúin í slaginn þegar æfingar og keppni hefjast að nýju.

Myndböndin verða birt daglega á Instagram og Facebook síðum KSÍ.

Skemmtilegt framtak hjá KSÍ! #ÁframÍsland

Dagný Brynjarsdóttir um boltatrix í Tækniskóla KSÍ sem gefinn var út 2011.  #ÁframÍsland
Ari Freyr Skúlason sýnir okkur hér einfalda æfingu sem öll fjölskyldan getur gert saman.  #ÁframÍsland

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is