Laugardagur 13. ágúst 2022

- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Krúnudjásnið í Herjólfsdal

Hún er heillar marga tjörnin í Herjólfsdal. Hvort sem það eru endur og aðrir fuglar á sumrin eða börn og furðufuglarnir á Þjóðhátíð. Að öðru skrauti ólöstuðu, á Þjóðhátíð, er tjörnin óumdeilt krúnudjásnið í Herjólfsdal.

Tjörnin hefur verið skreytt á ýmsan máta í gegnum tíðina. Til að mynda með allskyns gosbrunnum og bátum. Eitt árið prýddi hana meira að segja eldspúandi dreki. Það tókst þó ekki betur til en svo að það kviknaði flótlega í haus drekans svo hann spúaði ekki alla hátíðina.

Síðustu tvo áratugina hefur hinsvegar hefur hún verið prýdd þeirri brú sem enn stendur í dag. Og hefur hún fengið að standa uppi allt árið um kring. Hún er hinsvegar komin til ára sinna og stendur til að skipta henni út fyrir nýja á næsta ári.

Brú þessi birtist fyrst í Herjólfsdal árið 1989 þegar Týrarar sögðu skilið við áratuga reynslu af gosbrunnum. Þetta var þó langt því frá fyrsta brúin sem sást í Herjólfsdal.

Það var um miðja síðustu öld að Valtýr Snæbjörnsson, inspíreraður af Brúnni yfir Kwai fljótið, fékk þá flugu í höfuðið að byggja brú yfir tjörnina fyrir Þjóðhátíð Þórs. Lét hann verða að verkinu með dyggri aðstoð og hélt því áfram næstu Þórsþjóðhátíðir, sem voru annað hvert ár, þaðan í frá. Fyrstu árin var notast stór og þung rafmagnskefli sem undirstaða. Þau settust kyrfilega í drulluna á botni tjarnarinnar. Verkið varð töluvert auðveldari eftir að botn tjarnarinnar var steyptur árið 1977, þegar Þjóðhátíðin sneri aftur í Herjólfsdal eftir gos. Eitt sinn þegar Valli, eins og Valtýr var ætíð kallaður, var kominn á efri ár og undirbúningur Þjóðhátíðar í fullum gangi og strákarnir í Sandprýði, sem tóku við brúarsmíðinni af Valla, voru í óða önn að reisa brúnna. Tók Valli rúnt í Dalinn að fylgjast með framvindan. Áður en hann vissi af dreif hann sig út í til að aðstoða við brúarsmíðina. Það var hins vegar verra að hann áttaði sig ekki á að hann klæddist enn blankskónum en ekki vöðlunum. Slík var ástríða hans fyrir brúnni góðu.

Allt fram til ársins 1996 skiptust íþróttafélögin Þór og Týr á að halda Þjóðhátíð og frá 1989 reistu félögin hvort sína brú. Brú Þórs var bogadregin, hærri og ögn breiðari. Brú Týs, sem hönnuð var og smíðuð af Arnari Ingólfssyni stálsmiði, var hins vegar lægri og hafði stóran pall á sér miðri þar sem fólk gat tillt sér niður. Eftir sameiningu félaganna 1996 var ákveðið að nýta frekar brú Týs enda töluvert rómantískari samastaður að geta tillt sér ástfanginn í ljósadýrðinni á miðri brúnni. Það var svo í kringum aldamótin að samþykkt var að brúin fengi að standa allt árið um kring.

Áður en Þjóðhátíð Vestmannaeyja var haldin í fyrsta skipti í Herjólfsdal árið 1874 gengdi tjörnin þó mikilvægu hlutverki. Vatnsskortur hrjáði löngum íbúa Vestmannaeyja, enda fáar vatnslindir að finna á Heimaey. Tjörnin í Dalnum var undantekningin og þraut aldrei vatn þar. Tjörnin var lífæð fyrir menn og skepnur til þess að lifa af um aldir. Vatnsburður og flutningar frá Dalnum var fastur liður í dagsins önn. Á fyrri hluta 20. aldar voru nautgripir reknir einu sinni á dag inn í Dal til þess að brynna þeim. Örtvaxandi sjávarútvegur í Eyjum um aldamótin 1900 fór síðan að keppa við landbúnaðinn um vatnið í daltjörninni. Á árdögum Ísfélagsins sótti félagið t.a.m. snjó og ís í tjörnina yfir veturinn til að setja í íshús sitt þar sem geymd var beita til veiða. Náðu þrír menn um eina ískerru þrem til fimm ferðum þangað yfir daginn um eina veginn sem þangað lá. Sem í raun var bara illfær vegleysa. Þótti þetta jafnast á við hið mesta púl sem þá þekktist.

Valtýr Snæbjörnsson var yfirsmiður brúarinnar yfir Tjörnina á hverri Þórsþjóðhátíð. Á þjóðhátíðinni 1992 var sérstök athöfn þar sem honum var afhent líkan af brúnni en Arnar Ingólfsson smíðaði líkanið. 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is