Miðvikudagur 7. júní 2023
Krónan

Krónan styrkir sundfélag ÍBV og Listasmiðju náttúrunnar í Vestmannaeyjum

Krónan veitti 25 verkefnum og aðilum styrki og fengu níu verkefni styrk á Suðurlandi

Krónan hefur í ár úthlutað rúmum sjö milljónum króna úr styrktarsjóði sínum sem er ætlað að styrkja verkefni sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar.

Verkefnin sem hlutu styrki á Suðurlandi eru eftirfarandi:

  • · Rafíþróttadeild Dímonar á Hvolsvelli, fyrir uppbyggingu á rafíþróttadeild.
  • · Afrekshugur á Hvolsvelli, fyrir afsteypu af styttu Nínu Sæmundsdóttur í miðbæ Hvolsvallar.
  • · Reiðskólinn á Bjarnastöðum í Ölfusi, fyrir búnaði og uppbyggingu.
  • · Dansakademían á Selfossi, fyrir fyrstu nemendasýningu nýs dansskóla.
  • · Sundfélag ÍBV í Vestmannaeyjum, fyrir sunddeild barna.
  • · Listasmiðja náttúrunnar í Vestmannaeyjum, fyrir myndlistarnámskeið barna þar sem áhersla er lögð á sköpun sem er samtvinnuð við náttúru og útiveru.
  • · Foreldrafélag leikskólans Bergheima í Þorlákshöfn, fyrir kaup á Bambahúsi til að rækta grænmeti.
  • · Ægir í Þorlákshöfn fyrir knattspyrnudeild barna.
  • · Björgunarsveitin Víkverji í Vík, fyrir uppbyggingu.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is