Krónan kveður plastburðarpoka fyrir fullt og allt. Síðustu plastpokabirgðir hjá Krónunni úr sykurreyr eru að klárast þessa dagana og munu þau þá hætta sölu burðarplastpoka í verslunum sínum fyrir fullt og allt.
Í maí árið 2019 var frumvarp umhverfisráðherra samþykkt með löggjöf sem bannar sölu plastpoka í verslunum frá 1. janúar 2021. Hafinn var strax undirbúningur og er nú verið að klára upplag af plastpokum og verða ekki fleiri pantaðir. Í verslunum Krónunnar eru fjölnota burðarpokar og pappapokar til sölu við afgreiðslukassa. Hvetja þau viðskiptavini að nota fjölnotapoka en pappírspokinn er bæði niðurbrjótanlegur og endurvinnanlegur.