Fimmtudagur 29. febrúar 2024

Kristín Erna og Þórhildur skrifa undir samning við ÍBV

Kristín Erna Sigurlásdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir hafa skrifað undir samninga við ÍBV. Kristín og Þórhildur hafa báðar alist upp innan félagsins en þær hafa einnig leikið fjölmarga leiki fyrir meistaraflokk kvenna hjá ÍBV.

Þórhildur spilaði sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk kvenna árið 2005 en hún hefur síðan þá leikið 144 leiki fyrir hjá ÍBV. Hún hefur einnig leikið með Þór/KA og Fylki en hún hefur mikla reynslu. Síðast lék Þórhildur með Fylki árið 2018 en hún lék síðast fyrir ÍBV 2015.

Kristín Erna spilaði sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk kvenna árið 2007 og hefur síðan þá leikið 232 leiki fyrir félagið, líkt og Þórhildur hefur hún mikla reynslu en hún hefur reynt fyrir sér hjá Fylki, KR og Víkingi með góðum árangri. Síðast lék Kristín fyrir ÍBV árið 2019.

Þórhildur leikur á miðjunni en Kristín er sóknarmaður og hafa þær báðar leikið frábærlega í Lengjubikarnum það sem af er. ÍBV gerir miklar væntingar til leikmannanna og koma þær til með að styrkja leikmannahópinn verulega, segir á vefsíðu ÍBV.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search