Krakkarnir í 10.bekk voru útskrifuð við hátíðlega athöfn í gær í Höllinni

Það voru kátir krakkar sem mættu í Höllina í gær

Útskrift úr Grunnskóla er alltaf stór áfangi. Heil tíu ár að baki af allskonar menntun og uppeldi. Veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í námsgreinum, fyrir góða ástundun og fyrir góðar framfarir í námi. Sérstök viðurkenning fyrir að ljúka námi á skemmri tíma eða níu árum og einnig voru viðurkenningar veittar fyrir lokaverkefnin þeirra.

Til hamingju krakkar með þennan merka áfanga og gangi ykkur sem best með þau verkefni sem taka við.

 

Kári Steinn Helgason fór á kostum, hann tók nokkur lög ásamt Arnari Júlíussyni og Jóni Grétari Jónssyni sem spilaði á trommur.
Thelma og Oktawia héltu útskriftarræðuna, þær fóru létt yfir þessi tíu ár, þá sérstaklega þetta síðasta sem var frekar óhefðbundið.

 

Það voru fimm nemendur sem fengu viðurkenningu fyrir góða ástundun: Oktowia, Klara Örvarsdóttir, Anna María Lúðvíksdóttir, Jón Grétar Jónarsson, Kristján Ingi Kjartansson.

 

Anna María Lúðvíkdsóttir og Herborg Sindradóttir fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íslensku.

 

Herborg Sindradóttir og Björn Magnús Sveinbjörnsson fengur viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði.

 

Herborg Sindradóttir sópað að sér viðurkenningum fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði, dönsku, samfélagsfræði, náttúrufræði og íslensku.

 

Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í Ensku.
Súsanna Karen Gylfadóttir fékk viðurkenningu fyrir famúrskarandi árangur í myndlist.
Júnía Eysteinsdóttir fékk viðurkenningu fyrir að ljúka náminu á níu árum og fyrir frábæran árangur í náminu.
Viðurkenning fyrir framfarir í námi fengu þau Kári Steinn Helgason og Oktawia Piwoaska.
Verðlaun fyrir lokaverkefni: verkefni sem fékk verðlaun fyrir besta verkefnið í heild var: Hversu algengt er að ungmenni á aldrinum 15-20 ára verði fyrir kynferðislegu áreiti/ofbeldi? Það voru þær Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir og Herborg Sindradóttir sem unnu það flotta verkefni.
Fyrir bestu rannsóknina fengu þær Anna María og Klara – Hversu umhverfisvænir eru Eyjamenn í raun?
Frumlegasta verkefnið var: Ómeðvitaður/meðvitaður lærdómur sem þeir Björn og Jakub voru með.
Fyrir bestu kynninguna fengu þær Katla, Sara og Inga Dan viðurkenningu: Hvaða áhrif hefur koffín á unglinga?
Fyrir flottasta básinn fengu þær Erika, Júnía, Rakel og Súsanna viðurkenningu – Hvort hafa erfðir eða umhverfi meiri áhrif á raðmorðingja?
Stoltir foreldrar og kennarar með nemendum sínum.
10. B.Þ
10. H.S

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search