Föstudagur 1. desember 2023
GRV

Krakkarnir í 10.bekk að ljúka gangbrautavörslunni – og leita nú að nýrri áskorun

Það hafa eflaust flestir tekið eftir flottum krökkum úr 10.bekk standa við gangbrautir við skólana tvo hér í Vestmannaeyjum upp á síðkastið!

Þetta er frábært verkefni sem eflir samfélagsvitund og samkennd og gefur nemendum tækifæri að taka þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt. Þetta er í fjórða sinn sem 10. bekkur sinnir þessu verkefni. En þetta er hluti af fjáröflun þeirra til 10.bekkjarferðalags sem er í vændum ef sóttvarnir lofa.

Líkt og síðustu fjögur ár kom Landsbankinn að verkefninu með veglegum styrk í ferðasjóð 10. bekkja í GRV og eru þau þakklát fyrir það.

Við öll höfum mátt þola allskonar lokanir og minna af viðburðum og eru nemendur 10.bekks ekki undanskilin því. 

Þau hafa því ekki getað haldið þær fjáraflanir og viðburði eins og venja er, sem safnar upp í útskriftarferðina góðu í 10.bekk. Tígull heyrði af því að þau væru nú jafnvel í leit að nýjum verkefnum sem þau gætu aðstoðað fyrirtæki bæjarins við og í staðin fengið þá styrk fyrir ferðalagið.

Ef þitt fyrirtæki getur nýtt krafta þessa unga hóps þá endilega látið í ykkur heyra. 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is