Miðvikudagur 6. desember 2023

Krabbavörn í Vestmannaeyjum

Félagið Krabbavörn var stofnað árið 1949 af Einari  Guttormssyni lækni og var félagið þá deild innan Krabbameinsfélags Íslands og fór einn þriðji hluti af innkomu félagsins til Krabbameinsfélags Íslands. Eftir að hafa starfað um tíma féll starfsemi félagsins niður en það var endurvakið þann 3. maí  1990  og var þá ákveðið að öll innkoma myndi renna óskipt til krabbavarnar.

Þegar félagið tók aftur til starfa var farið í það að afla nýrra félaga og var árgjaldið  ákveðið 500 kr á hvern félagsmann. Þá voru gíróseðlar bornir út af sjálfboðaliðum og einstaklingum boðið að ganga í félagið. Einnig var fyrirtækjum boðið að styrkja félagið með því að greiða 5000 kr á ári.

Þann 12. desember 1991 var í fyrsta sinn ákveðið að styrkja þá sem voru verst staddir fjárhagslega, voru það 6 aðilar sem fengu styrki á þeim tíma. Aðal innkoma á þessum tíma var vegna minningakorta sem Hólmfríður Ólafsdóttir  hefur séð um frá árinu 1987 til dagsins í  dag og hafi hún bestu þakkir þakkir fyrir það.

Fyrsti formaður eftir endurreisn félagsins árið 1990 var Kristin Baldvinsdóttir og sat hún sem formaður til ársins 2003. Þá tók Ester

Ólafsdóttir  við og starfaði sem formaður félagsins til ársins 2017.

Núverandi formaður félagsins er Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir. Eiga þessar konur bestu þakkir skyldar fyrir framlag þeirra til félagsins.

Í dag renna allir styrkir ósķiptir til krabbavarnar sem er ómetanlegt fyrir okkur eyjamenn. Félagið borgar ákveðna upphæð fyrir hverja ferð sem farin er í meðferð við krabbameini sem kemur sér  vel fyrir fólk í þessari baráttu, því oft þurfa einstaklingar að fara yfir  hafið til að sækja krabbameinsmeðferð.

Krabbavörn á marga velunnara sem hafa staðið við bakið á félaginu og eru við afar þakklát fyrir þá. En því miður eru alltof margir sem greinast með krabbamein og er því starfsemi félagsins nauðsynleg fyrir samfélagið, við skulum ekki gleyma því að félagið er rekið eingöngu á styrkjum.

Við reynum  að halda vel utan um okkar fólk og hittumst á þriðjudögum milli 13 til 15 þar eru allir velkomnir, við sem sitjum í stjórn Krabbavarnar erum ávalt reiðubúnar að veita allan stuðning  eins og við best getum.

Vegna ástandsins í þjóðfélaginu verða ekki  viðburðir í  október á vegum félagsins en við erum með fána til sölu, tuskur og bleiku slaufuna.

Fyrir þá sem hafa áhuga að styrkja krabbavörn set ég hér  reiknisnúmer kt. 651090-2029 banki: 582-26-2000.

F.h Krabbavarnar í Vestmannaeyjum

Kristín  Valtýsdóttir

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is