Kornið sem fyllti mælinn

Auður Tinna Hlynsdóttir er með skilaboð til þeirra sem eru ósátt við dvölina á sóttkvíarhótelinu. Tígull fékk leyfi hjá Auði til að birta skrifin hennar, við gefum Auði því orðið:

Jæja nú kom kornið í mælinn sem verður til þess að ég þurfi eiginlega að tjá mig. 

Til þeirra sem dvelja eða hafa dvalið á sóttkvíarhótelinu:

Kæri þú/þið, ég hef smá vangaveltu til umhugsunar

 1. Hefur þú einhver tímann kynnt þér aðstæður í fangelsi? Útbúnað? Aðstæður? Tímalengd fangelsisvistar?
 2. Heldur þú að fólk sem sofi út á götu eða þurfa vera inn á öðrum sökum peningaskorts myndi láta sig hafa það að vera á þessu „skelfilega hóteli“ í 5 nætur?
 3. Hvernig heldurðu að öllum ömmunum og öfunum sem sitja við gluggann líður þegar það fær ekki að hitta fólkið sitt svo mörgum mánuðum skiptir? Heldur þú mögulega að það sé einmanalegt?
 4. Gerir þú þér grein fyrir úrvals mannskapnum sem er að vinna þarna allan sólarhringinn? Að vinna frá heimilinu sínu svo að ÞÉR líði sem best á þessum HEILU 5 dögum sem þú þarft að vera þarna?
 5. Hefur þú heyrt um það að vera „fangi í eigin líkama“? Fólk með vefjagigt? fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma? lamað fólk? fólk í svartnættisþynglyndi? og fullt af fleiri andlegum og líkamlegum kvillum,sem við oftast sjáum ekki einu sinni utan á fólki.

Mín COVID eftirköst lýsa sér ennþá að ég verð hálfgerður „fangi“ inn í mér suma daga, ég get átt þannig daga að ég get ekki hreyft af verkjum, eins og sé verið að kveikja í líkamanum á mér og þreytan lýsir sér eins og maður hafi tekið dass af svefntöflum og svo þarftu að reyna halda þér vakandi yfir daginn mæli ekki með!

Ég þarf enn að leggja mig eins og ungabarn á daginn eða ná að minnsta kosti 10 klst + nætursvefni til að dagarnir mínir séu góðir. Enda hef ég aldrei áður haft jafn mikinn skilning fyrir fólki með „ósýnileg“ veikindi, hvort sem það er vefjagigt eða eitthvað allt annað. Þannig að því miður liggur mín samúð og samkennd ekki með þér/ykkur í þetta skipti.

Áfram Þórólfur, Víðir, heilbrigðisstarfsfólk, Rauði krossinn, Björgunarsveitirnar og allir hinir sem koma að því að standa saman í þessu COVID rugli, keep up the good work þið standið ykkur vel

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search