Miðvikudagur 28. febrúar 2024
Tói Vídó

Konur í Vestmannaeyjum taka höndum saman og safna fyrir spjaldtölvum fyrir eldri borgara

24.03.2020

Á þessum tímum er hugur okkar hjá eldri borgunum þar sem þau eru öll í sjálfskipaðri sóttkví vegna áhættuhóps sem þau eru í vegna Covid-19 og þar af leiðandi geta ekki hitt sína nánustu ættingja og vini.

Helga Henrietta Henrysd Åberg fékk hugmynd sem hún ákvað að framkvæma, hún setti inn fyrirspurn inn á lokaða facebooksíðu kvenfólks í Vestmanneyjum sem er svona:

Elsku vinkonur ❤️èg leita til ykkar með hugmynd sem hefur verið að gerjast í huganum á þessum fordæmalausu tímum.

Í frèttum hefur maður verið að sjá gjafir til elliheimila og sjúkradeilda í formi spjaldtölva og veit èg að Hraunbúðir eiga 2 spjaldtölvur og það er engin upp á sjúkrahúsi ? .

Þetta gleður heimilisfólk og sjúklinga svakalega og èg er ekki frá því að þetta verði notað í mun meira mæli og einnig eftir að öllu lýkur.

Hugmynd mín er að koma af stað söfnun í nafni kvenfólks í Eyjum, söfnun til að geta keypt fleiri spjaldtölvur á stofnanirnar okkar hèrna í Eyjum.

Ef einhverjar hèr hafa tök á og myndu vilja leggja til aur þætti mèr vænt um að fá comment eða like og við fikrum okkur áfram í framhaldinu.

Hvað segið þið kæru eyjakonur?

Það stóð ekki á svörum, mikill fjöldi kvenna skrifaði undir og söfnuninn fór stax af stað. Helga gekk strax í verkið og tók Geisli vel í verkefnið og styrkir verkefnið.

Staðan á söfnuninni þegar Tígull heyrði í Helgu var 740.500 kr. bara á meðan við ræddum saman þá hækkaði talan svo það er enn verið að leggja inn í söfnunina.

Í dag koma 10 spjaldtölvur (samsung Tab A 10,1″ ) með Herjólfi og verða þær afhentar um leið, 6 stk. fara á Hraunbúðir og 4 stk. á HSU, einnig eru heyrnatól og hulstur utan um spjaldtölvurnar á leiðinni.

Helga er að skoða hvað annað skortir á HSU og Hraunbúðum, til að mynda vantar súrefnismettunarmæla og ætlar hún að kaupa einnig nokkra þannig, hugmynd er einnig að kaupa nuddtæki fyrir axlir.

Söfnunin er enn í fullum gangi eins og fram hefur komið og tekur Helga fram að þetta sé söfnun sem konur standa fyrir í Vestmannaeyjum svo kæru konur ef þið hafið tök á að styrka þetta frábæra verkefni þá er hægt að leggja inn á reikning 582-14-545 kt 0710705309 upphæð frá 1000-3000 eða bara hvað þið getið gefið, þessi peningur veður nýttur í það sem skortur er á og afgangur verður svo lagður inn á Hollvinasamtök Hraunbúða.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search